Í dag var haldinn aðalfundur Herjólfs ohf. Á fundinum var kosin ný stjórn sem er skipuð þeim Agnesi Einarsdóttur, Arndísi Báru Ingimarsdóttur, Arnari Péturssyni, Guðlaugi Friðþórssyni og Páli Guðmundssyni. Í varastjórn sitja Aníta Jóhannsdóttir og Birna Þórsdóttir.

Úr stjórninni fara þeir Grímur Þór Gíslason og Lúðvík Bergvinsson. Grímur og Lúðvík hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi, tóku þátt í samningum bæjarins við ríkið um yfirtöku á rekstrinum og hafa leitt starf fráfarandi stjórnar og komið verkefninu vel á veg.
Vestmannaeyjabær þakkar þeim félögum Grími og Lúðvík fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og verkefnisins og óskar nýskipaðri stjórn Herjólfs ohf. velfarnaðar í sínum störfum.
Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar
Íris Róbertsdóttir
Bæjarstjóri