Kúluhúsið við Vesturveg er til sölu, en verslunin Vöruval hefur verið starfrækt í húsinu síðan árið 1993.

Hjónin Sigmar Georgsson og Edda Angantýrsdóttir opnuðu Vöruval í maí árið 1993 og keypti Ingimar Georgsson verslunina árið 1999 og hefur rekið hana í rúm tuttugu ár eða til dagsins í dag. „ Við erum að hætta á næstu dögum,“ sagði Ingimar í samtali við Eyjafréttir og sagði að reksturinn væri orðinn heldur þungur og brösóttur og ekkert annað eftir en að loka.