Gatnaviðgerðir og malbikun

Í þessari viku er áætlun að malbika og laga götur. Af því hlýst einhver röskun á umferð og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess og virða merkingar og vinnusvæði. Á morgun þriðjudag er áætlað að laga gatnamót á Strandvegi, við Heiðarveg, Flatir og Garðaveg og verður einhver truflun á umferð eftir Strandvegi […]
Nýr Herjólfur kemur til Eyja þann 15. júní

Ef allt gengur eftir áætlun verður nýr Herjólfur afhentur nýjum eiganda, Vegagerðinni, í Póllandi næsta sunnudag. Hann kemur þá til hafnar í Vestmannaeyjum hinn 15. júní. Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., í Morgunblaðinu í dag. „Við gerum ráð fyrir að vera um sex sólarhringa á leiðinni. Það er stefnt að því […]