Ef allt geng­ur eft­ir áætl­un verður nýr Herjólf­ur af­hent­ur nýj­um eig­anda, Vega­gerðinni, í Póllandi næsta sunnu­dag. Hann kem­ur þá til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um hinn 15. júní.

Þetta staðfest­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs ohf., í Morg­un­blaðinu í dag.

„Við ger­um ráð fyr­ir að vera um sex sól­ar­hringa á leiðinni. Það er stefnt að því að sigla hon­um inn til Vest­manna­eyja laug­ar­dag­inn 15. júní,“ seg­ir Guðbjart­ur. Aðspurður seg­ir hann að viðbúið sé að nokk­urt húll­um­hæ verði við komu ferj­unn­ar. „Það er hátt­ur Vest­manna­ey­inga.“

Mbl.is greindi frá.