Verðlaunahátíð barnanna, Sögur, fór fram um helgina en þar eru það börn á aldrinum 6-12 ára sem kjósa sitt uppáhaldsefni á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss.

Eyjastúlkan Isey Heiðars­dótt­ir sem er 13 ára var val­in leik­kona árs­ins fyr­ir hlutverk sitt í myndinni Víti í Vest­manna­eyj­um. En myndin hlaut einnig verðlaun sem besta leikna efnið.

Verðlaun og flokk­ar voru eft­ir­far­andi:

Lag árs­ins
Hatrið mun sigra

Tón­listarflytj­andi árs­ins
Hat­ari

Texti árs­ins
Draum­ar geta ræst

Barna- og ung­lingaþátt­ur í sjón­varpi
Skóla­hreysti

Fjöl­skylduþátt­ur í sjón­varpi
Suður­am­er­íski draum­ur­inn

Sjón­varps­stjarna árs­ins
Er­len Ísa­bella Ein­ars­dótt­ir

Leikið efni
Víti í Vest­manna­eyj­um

Sýn­ing árs­ins
Matt­hild­ur

Leik­kona / leik­ari árs­ins
Ísey Heiðars­dótt­ir – Víti í Vest­manna­eyj­um –

Heiður­sverðlaun sagna 2019
Ólaf­ur Hauk­ur Sím­on­ar­son

Bóka­verðlaun barn­anna- ís­lensk­ar bæk­ur
Siggi Sítr­óna – Gunn­ar Helga­son –

Bóka­verðlaun barn­anna – Þýdd­ar bæk­ur
Dag­bók Kidda klaufa – Þýðandi Helgi Jóns­son

Smá­saga árs­ins yngri
Hring­ur­inn – Ró­bert Gylfi Stef­áns­son

Smá­saga árs­ins eldri 
End­ur­fund­ir – Daní­el Björn Bald­urs­son

Hand­rit árs­ins /stutt­mynd 
Hús­vörður­inn – Isolde Eik Mika­els­dótt­ir
Bekkjar­kvöldið – Iðunn Óskars­dótt­ir
Klaufski leyniþjón­ustumaður­inn Lúlli – Ólaf­ur Gunn­ars­son Flóvenz og Hanni­bal Máni K. Guðmunds­son
Aft­ur í tím­ann – Óli Kal­dal Jak­obs­son
Súru baun­irn­ar – Lára Rún Eggerts­dótt­ir
Vina­bönd – Jó­hanna Guðrún Gests­dótt­ir

Hand­rit árs­ins / leik­rit og út­varps­verk
Töfra­perl­an – Óli Kal­dal og Magda­lena Andra­dótt­ir, verkið verður sett upp í Borg­ar­leik­hús­inu.
Ótti – Rann­veig Guðmunds­dótt­ir og Valentína Rún Ágústs­dótt­ir, verkið verður sett upp í Borg­ar­leik­hús­inu.
Frú­in í Ham­borg – Þór­ar­inn Þórodds­son og Anna Krist­ín Þórodds­dótt­ir, verkið verður sett upp hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar.
Lífið í norður­ljós­un­um – Selma Bríet Andra­dótt­ir, verkið verður gert að út­varps­leik­riti hjá RÚV.