Heimilisfólk á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Hraunbúðum sem mætti á íbúafund þar 28.05 s.l vill skora á stjórnvöld að bæta úr augnlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum.

Augnlæknir hefur ekki komið til Vestmannaeyja lengi og vilja heimilismenn sitja við sama borð og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu með sérfræðiþjónustu.  Það kostar ómælt umstang og erfiðleika að þurfa að ferðast til þess eins að fá jafn sjálfsagða þjónustu og augnlæknaþjónusta er.  Heimilisfólkið skorar á þá sem ábyrgð bera á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni að bæta úr þessu þarfa máli sem allra fyrst.