Engin óvissa, áfram gakk!

Í samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 19. maí 2018, er kveðið á um í 4. tl. að bæjarstjóri fari með alla hluti bæjarins í félaginu. Þetta umboð er ekki takmarkað að öðru leyti en því að sala hluta úr félaginu krefjist samþykkis bæjarstjórnar. Bæjarstjóri er þannig handhafi eina hlutabréfsins í félaginu og fer með eigandavaldið […]
Slysavarnaskóli sjómanna flytji höfuðstöðvar sínar til Vestmannaeyja

Í morgunblaðinu í dag er bent á að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur henti vel til afnota fyrir Slysavarnaskóla sjómanna þegar ferjunni verður skipt út fyrir nýja sem er væntanleg á næstu dögum og að ráðamenn séu nokkuð velviljaðir hugmyndinni. Sæbjörgin er komin til ára sinna og þörf er á nýju hentugu skólaskipi. Herjólfur verður áfram í Vestmannaeyjum […]