Hálfum milljarði minna en upphaflega var gert ráð fyrir

Smíði nýs Herjólfs kostaði rúmlega hálfum milljarði minna en upphaflega var gert ráð fyrir, þessu greindi RÚV frá.

Í janúar 2017 var gerður samningur um smíði nýs Herjólfs við pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A. Þegar skammt var eftir af smíðinni krafðist stöðin aukagreiðslu upp á rúman milljarð króna sem var um þriðjungur af heildarverði ferjunnar. Eftir erfiðar samningaviðræður sem hafa staðið yfir frá því í febrúar féllst skipasmíðastöðin á tilboð Vegagerðarinnar. Heildarverð fyrir nýjan Herjólf er rúmlega 31 milljón evra. Ef reiknað er út frá genginu í dag eru það 4,3 milljarðar íslenskra króna og er það um hálfum milljarði minna en upphaflega var gert ráð fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var samningsverð fyrir ferjuna 26 milljónir evra, við það bættust tæplega 3,5 milljónir evra fyrir umsamin aukaverk – bæði í rafvæðingu og önnur smærri verk. Aukagreiðsla Vegagerðarinnar til skipasmíðastöðvarinnar var svo ein og hálf milljón evra, eða um 210 milljónir króna. Það nemur um 17 prósentum af því sem skipasmíðastöðin vildi fá aukalega en hún krafðist 1,2 milljarða króna. Auk þess samþykkti Vegagerðin að falla frá kröfu um tafabætur að andvirði tveggja milljóna evra, um 280 milljóna króna.

Sass – uppbyggingarsjóður
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið