Skóladeginum seinkar um tuttugu mínútur

Næsta vetur mun Grunnskóli Vestmannaeyja hefjast klukkan 8:20 í stað 8:00. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri skólans sagði í samtali við Eyjafréttir að eftir að þau höfðu tekið samtalið um þetta í talsverða tíma á réttum stöðum eins og í skólaráði var ákveðið að fara í þessa breytingu. Hún telur breytinguna aðeins til góða. „Eins og áður verður skólinn opnaður fyrr og verður hann opinn frá 7:45 og hafragrauturinn verður áfram á sínum stað eða frá klukkan 7:55-8:15. Við höfum mikla trú á að þetta muni ganga vel,“ sagði Anna Rós.

Ástæðurnar fyrir breytingunni eru ýmislegar en flestir skólar á landinu byrja ekki klukkan átta. „Þegar við sáu að felst allir aðrir skólar á landinu byrja seinna en klukkan átta fórum við að skoða þetta betur og kom í ljós að kostirnir við þessa breytingu eru margir. Þetta getur til dæmis hjálpað unglingunum okkar. Þetta mun létta á umferðinni við Hamarsskóla, en bæði Kirkjugerði og Víkin byrja klukkan átta. Við sjáum fyrir okkur að geta nýtt tímann í stutta fundi fyrir kennslu og kennarar og stuðningsfulltrúar geta stillt saman strengi fyrir daginn áður en krakkarnir koma inní kennslustofu og svo tel ég líka að fleiri nemendur nýti sér þann möguleika að geta farið og fengið sér hafragraut og átt rólega stund í graut fyrir kennsuldaginn. Það verður allavega áhugavert að sjá hvernig þetta mun koma út hjá okkur,“ sagði Anna Rós að endingu.