Guðmundur Helgi Pálsson og Maksim Akbachev, þjálfarar U-17 ára landsliðs karla hafa valið 16 leikmenn fyrir verkefni sumarsins. Auk þess eru 4 leikmenn valdir til vara.

Liðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, Opna Evrópumótinu sem fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 1. – 5. júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Baku í Azerbaijan 21. – 27. júlí. Arnór Viðarsson var valinn í hópinn sem fer út, til hamingju með verðskuldað val. Gauti Gunnarsson er varamaður í þessum sterka hóp. Flottir strákar við við erum stolt af, segir í frétt hjá ÍBV.