FM95Blö mun trylla lýðinn á Þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Eyjum fer fram Verslunarmannahelgina 3.- 4. Ágúst næstkomandi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina sem er sú 145 í röðinni.

Nú hefur enn eitt atriði bæst við og er það ekki af lakari gerðinni því drengirnir úr einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM95Blö hafa boðað komu sína á stóra sviðið í dalnum.
Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann og DJ Muscleboy, einnig þekktur sem Egill Einarsson, munu stíga á svið laugardaginn 3. Ágúst og trylla lýðinn í dalnum. Þeir verða þó ekki einir heldur munu leynigestir fylgja þríeykinu.

Vísir.is greindi frá

SeaLifeTrust
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið