Erl­ing­ur Rich­ards­son ritaði nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar í hol­lensk­um hand­bolta í dag. Hann stýrði hol­lenska liðinu til 25:21-sig­urs á Lett­landi á heima­velli og tryggði liðið sér sæti í loka­keppni EM með sigr­in­um, mbl.is greindi frá.

Er í fyrsta skipti sem hol­lenskt karlalið verður með á loka­móti EM. Erl­ing­ur tók við hol­lenska liðinu í októ­ber 2017 og er það mikið af­rek að koma liðinu í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins sem fram fer í Aust­ur­ríki, Nor­egi og Svíþjóð í janú­ar á næsta ári.

Hol­lenska liðið kom sterkt til leiks og var staðan 13:11 í hálfleik. Hol­lend­ing­ar hleyptu Lett­um ekki of ná­lægt sér í seinni hálfleik og tryggðu sér að lok­um góðan sig­ur.

Hol­land hafnaði í þriðja sæti riðils­ins með sex stig og er eitt þeirra fjög­urra liða sem eru með best­an ár­ang­ur í þriðja sæti og fá þar með þátt­töku­rétt á Evr­ópu­mót­inu. Slóven­ía endaði í efsta sæti með tíu stig og Lett­land í öðru sæti með átta stig.