Fjallkonan í gær var Lísa María Friðriksdóttir

Íslenska fánanum sást víða veifað í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Vestmannaeyjabær var að vanda með dagskrá sem hófst á Hraunbúðum og svo var líf og fjör á Stakkagerðistúni um miðjan dag.

Eins og áður var gengið í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu gönguna og félagar úr Lúðrasveit

Hela Jóhanna Harðardóttir og Páll Magnússon

Vestmannaeyja léku undir. Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setti hátíðina á Stakkó í gær og lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði nokkur vel valin lög og börn af Víkinni, 5 ára deild sungu einnig nokkur lög. Páll Magnússon, alþingismaður var með hátíðarræðuna í gær á eftir honum kom Fjallkonan Lísa María Friðriksdóttir og flutti hátíðarljóð. Ávarp nýstúdents var í höndum Dagbjartar Lenu Sigurðardóttur og Thelma Lind Þórarinsdóttir söng nokkur lög.  Fimleikafélagið Rán sýndi atriði og svo voru hoppukastalar og fjör fyrir börnin.