Cloé öðlaðist í dag íslenskan ríkisborgararétt

Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV öðlaðist í dag íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi núna seinnipartinn. Cloé er 25 ára gömul og er annar markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upphafi með 50 mörk. Cloé er annar markahæsti leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni og hefur skorað 7 mörk í sex […]
Fagnað með glæsilegri hátíð

Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar verður fagnað með glæsilegri hátíð dagana 4.–7. júlí nk. Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst fimmtudaginn 4. júlí 2019. Kíkjum á dagskrá hátíðarinnar. Goslokahátíð 2019 – Dagskrá Fimmtudagur 4. júlí Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu. Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson […]
Ævintýralegur dagur í sögu Vestmannaeyja
Í dag er merkisdagur fyrir Vestmannaeyjar þegar Litla Grá og Litla Hvít munu flytjast búferlum til Vestmannaeyja og dvelja til framtíðar í griðarstað hvala í Klettsvík. Ótrúlegt en satt Verkefnið sem var leitt áfram hjá Vestmannaeyjabæ af þáverandi bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, Elliða Vignissyni og Páli Marvin Jónssyni virtist í upphafi of gott til að […]
Mjaldrarnir eru lentir á Íslandi
Samkvæmt flightradar eru mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá lentar í Keflavík og er líðan þeirra beggja stöðug þrátt fyrir nokkurra tíma seinkun á komu þeirra. Ferðalagið er þeim strembið en aðstandendur verkefnisins eru bjartsýnir um að mjaldrarnir komist til Vestmannaeyja heilir á húfi. „Við höfum beðið full eftirvæntingar eftir mjöldrunum svo seinkunin tekur auðvitað á taugarnar […]
Hliðra til sínum plönum eftir þeirra áætlun

Mjaldrarnir Little White og Little Grey eru lagðir af stað til Íslands. Cargolux-flutningavél sem flytur mjaldrana fór í loftið frá flugvellinum í Sjanghaí um miðja nótt að íslenskum tíma. Áætlað er að flugvélin muni lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan 14 í dag eða rúmlega fimm klukkustundum síðar en áætlað var, Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf […]
PWC mun sjá um innleiðingu á jafnlaunakerfi

Vestmannaeyjabær leitaði tilboða frá þremur fyrirtækjum í ráðgjöf sem felst í aðstoð við starfaflokkun, forúttekt launagreiningar, gerð jafnréttisstefnu, jafnréttisáætlana, vinnuferla um launaákvarðanir og í framhaldinu innleiðingu á jafnlaunakerfi. Ákveðið var að samþykkja tilboð PWC um þessa ráðgjöf. Að því loknu verður faggiltur vottunaraðili fenginn til að votta gæði jafnlaunakerfisins, segir í bókun bæjarráðs frá því […]