Car­golux-flutn­inga­vél sem flyt­ur mjaldr­ana fór í loftið frá flug­vell­in­um í Sj­ang­haí um miðja nótt að ís­lensk­um tíma.
Ljós­mynd/​Car­golux

Samkvæmt flightradar eru mjaldr­arn­ir Litla-Hvít og Litla-Grá lentar í Keflavík og er líðan þeirra beggja stöðug þrátt fyr­ir nokk­urra tíma seink­un á komu þeirra.

Ferðalagið er þeim strembið en aðstand­end­ur verk­efn­is­ins eru bjart­sýn­ir um að mjaldr­arn­ir kom­ist til Vest­manna­eyja heil­ir á húfi. „Við höf­um beðið full eft­ir­vænt­ing­ar eft­ir mjöldr­un­um svo seink­un­in tek­ur auðvitað á taug­arn­ar okk­ar, sem og mjaldr­anna. Þetta þýðir að þeir þurfi að vera í um­hverfi sem er þeim fram­andi enn leng­ur og það er auðvitað áhyggju­efni en umönn­un­araðilar í vél­inni hafa sagt okk­ur að líðan þeirra sé góð,“ sagði Cat­hy William­son frá Whale and Dolp­hin Conservati­on í sam­tali við mbl.is, þar sem aðstand­end­ur verk­efn­is­ins og fjöl­miðlar bíða í óðaönn eft­ir mjöldr­un­um.

Núna tekur við keyrsla til Landeyjahafnar en flutningbílinn sem flytur systurnar þarf að stoppa allavega tvisvar á leiðinni. Systurnar ættu því, ef allt gengur samkvæmt áætlun að vera koma til Vestmananeyja um kvöldmatarleitið í kvöld.