Vestmannaeyjabær leitaði tilboða frá þremur fyrirtækjum í ráðgjöf sem felst í aðstoð við starfaflokkun, forúttekt launagreiningar, gerð jafnréttisstefnu, jafnréttisáætlana, vinnuferla um launaákvarðanir og í framhaldinu innleiðingu á jafnlaunakerfi.

Ákveðið var að samþykkja tilboð PWC um þessa ráðgjöf. Að því loknu verður faggiltur vottunaraðili fenginn til að votta gæði jafnlaunakerfisins, segir í bókun bæjarráðs frá því í gær.