Þórunn komin í sundur í lok mars 2019.

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi til Skagen í Danmörku í marsbyrjun á þessu ári til þess a’ láta lengja skipið um 6,6 metra. Verkið gekk vel og komu þeir í heimahöfn um klukkan fjögur í nótt.

Skipasmíðatöðin Karstensens í Skagen í Danmörku sá um að lengja skipið en sú stöð smíðaði skipið árið 2010. Með lengingunni eykst lestarplássið í skipinu töluvert og mun skipið bera 200 kerum meira en það gerði áður, einnig var farið í almennt viðhald á Þórunni, sem nú er öll hin glæsilegasta.