Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á HSU í Vestmannaeyjum

Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hefur verið ráðinn yfirmatreiðslumaður í eldhús HSU í Vestmannaeyjum. Alls bárust sex umsóknir um starfið, en Ævar Austfjörð kokkur lætur af störfum nú þegar Bjarni byrjar.

Bjarni útskrifaðist frá Hótel og veitingaskóla Íslands árið 1994 og lauk meistaraprófi árið 1999. Hann hefur rekið og starfað á veitingastöðum s.s. Café Opera og Lækjarbrekka. Hann starfaði lengst á Menu Veitingum árin 2007- 2017 sem yfirmatreiðlsumeistari. Bjarni hefur einnig lokið námi í margmiðlun og ljósmyndun.