Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum verður með einstöku móti í ár og nú er búið að staðfesta Stjórnina og Pál Óskar. Það er ansi langt síðan Stjórnin kom síðast saman í Herjólfsdal eða árið 1990 meðan Páll Óskar hefur verið fastagestur á stærsta sviði landsins sl. áratug – en Palli lokar hátíðinni í ár með sínu tryllta PallaBalli, síðastur á svið á sunnudagskvöldinu.  Dagskrá Þjóðhátíðar verður fullmótuð í lok júní en enn á eftir að staðfesta nokkur atriði.

Dagskrá Þjóðhátíðar 2019:
Herra Hnetusmjör, Huginn, GDRN, Flóni, ClubDub, Jón Jónsson, Friðrik Dór, JóiPéxKróli, SZK, Lukku Láki, GRL PWR, Bjartmar Guðlaugs, ÁMS, Aldamótatónleikarnir, Sverrir Bergmann, Svala Björgvins og Egill Ólafs.