Photo/Aaron Chown/PA Wire

Litla hvít og Litla grá dafna vel í nýjum heimkynnum sínum í gestastofu Sea life trust. Systurnar eru allar koma til eftir langt og strangt ferðalag sem tók um 19 klukkustundir. Eins og staðan er þá er lokað fyrir gesti að sjá í landlaugina sem systurnar dvelja og verður það þannig þar til umönnunaraðilar systranna og dýralæknir segir annað.

Chloe Couchman fjölmiðlafulltrúi Sea life trust sagði að það hefði alltaf verið planið að loka gestastofunni við komu þeirra svo þær gætu hvílt sig vel eftir ferðalagið. „Það verður lokað þangað til umönnunaraðilar og dýralæknir segir til um annað. Núna erum við að passa uppá að þær hvílist vel og jafni sig eftir ferðalagið,“ sagði Chloe.
Planið er að heimamenn fái vonandi á næstu dögum að kíkja við í gestastofu Sea life trust og sjá systurnar, „en gestir þurfa að átta sig á að þetta er ekki sýning heldur umönnunarlaug fyrir systurnar og verður því gestagangur takmarkaður, því vellíðan systranna skiptir okkur öllu máli.“