Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV öðlaðist í vikunni íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi. Cloé er 25 ára göm­ul og er ann­ar marka­hæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upp­hafi með 50 mörk. Cloé er ann­ar marka­hæsti leikmaður­inn í Pepsi Max-deild­inni og hef­ur skorað 7 mörk í sex leikj­um ÍBV í deild­inni. Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, fyr­irliði ÍBV og liðsfé­lagi Cloé telur hana eiga fullt erindi í landsliðið.

Leikmaður sem styrk­ir liðið
„Cloé á klár­lega er­indi í ís­lenska landsliðið og hún hef­ur alla burði til þess að standa sig mjög vel fyr­ir land og þjóð. Ég hef spilað með henni frá ár­inu 2015 og þekki hana því mjög vel og það leik­ur ekki nokk­ur vafi á því að hún myndi styrkja liðið,“ sagði Sig­ríður Lára í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. „Landsliðið vill koma bolt­an­um fram völl­inn þar sem styrk­leik­ar liðsins, und­an­far­in ár, hafa kannski ekki al­veg legið í því að halda bolt­an­um inn­an liðsins. Hún hef­ur gríðarleg­an hraða og það mun henta leikstíl liðsins mjög vel. Hún er fjöl­hæf­ur leikmaður sem get­ur spilað all­ar stöðurn­ar, fremst á vell­in­um, og ég tel að hún myndi passa mjög vel inn í hug­mynda­fræðina sem unnið hef­ur verið með á und­an­förn­um árum.“