Að þessu sinni byrjar metnaðarfull dagskrá Goslokahátíðar óvenju snemma.

Einn fremsti myndlistarmaður landsins Jón Óskar opnar sýningu á nokkrum af sínum mögnuðu verkum kl. 18:00 á föstudeginum 28. júní. Sýningin er liður í goslokahátíðinni og verður svo opin áfram út sumarið á afgreiðslutímum safnsins.

Um kvöldið kl. 20:30 ætla svo Hálft í hvoru að rifja upp gamla takta. Hljómsveitin er að koma saman aftur eftir langt hlé, en hún var tíður gestur í Eyjum fyrir aldamótin. Sveitin á m.a. hið sígilda Þjóðhátíðarlag „Altaf á Heimaey“ og Goslokalagið í ár er flutt af sveitinni, en hljómsveitarmeðlimurinn Ingi Gunnar Jóhannsson samdi lagið..

Hægt verður að nálgast tónleikamiða í Eldheimum frá og með miðvikudeginum 26. júní.