Ábúð lunda í Vestmannaeyjum hefur ekki verið betri frá upphafi mælinga árið 2007. Ábúð mældist rúmlega 78 prósent í nýlegu lundaralli sem Náttúrustofa Suðurlands ásamt sjálfboðaliðum stóðu fyrir, en síðustu ár hefur Lundinn átt högg að sækja vegna skorts á fæðu í náttúrunni.

Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands og doktor í líffræði segir of snemmt að fagna uppgangi lundastofnsins. Það eigi eftir að koma í ljós síðar í sumar hvort að lundar komist á legg. „Það er aukin ábúð víða. Á Breiðafirði er yfir hálf milljón para sem skiptir þar að leiðandi gríðarlega miklu máli. Þar er ábúð um 86 prósent. Svo eru stóru fréttirnar að í Vestmannaeyjum er 78 prósent ábúð. Það er mesta ábúð sem við höfum mælt frá upphafi mælinga árið 2007.“ segir Erpur í samtali við RÚV.