Við ætlum út í Eyjar – Goslokalagið 2019

Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson […]

Skrifað undir í blíðunni um borð í nýjum Herjólfi

Herjólfur verður einn aðalstyrktaraðili KFS, sem kemur sér afar vel í baráttunni í 4. deild. Með KFS spila ungir og efnilegir knattspyrnumenn með reyndari leikmönnum í meistaraflokki. Í liði ÍBV í dag sem og undanfarin ár spila fjölmargir leikmenn sem hófu meistaraflokksferil sinn með KFS. Skrifað var undir í blíðunni í Eyjum í dag um […]

Vísitala norsk-íslenskar síldar lækkar

Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun segir að í síðustu viku lauk fundi sérfræðinga þar sem teknar voru saman niðurstöður alþjóðlegs leiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem farinn var í maí síðastliðnum. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, […]

Verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á bátinn sýningarhæfan

Umræða um framtíð Blátinds sem nú er á Skanssvæðinu var til umræðu á síðasta fundi frmakvææmdar og hafnarráðs. Þar fram koma að síðan árið 2010 hefur verið kostað til um 7,6 milljónum króna í að koma Blátindi á þann stað sem hann er í dag. Ljóst er að verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á […]

Mik­ill hiti var bæði í leik­mönn­um og þjálf­ur­um

Val­ur sótti þrjú stig til Eyja í gær þegar þær unnu 3:1-sig­ur á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í knatt­spyrnu. Eyjakonur komust þó fljótlegar yfir þegar Emma Kelly skoraði á fjórðu mínútu. ÍBV hélt for­skot­inu allt fram á 39. mín­útu Valur jafnaði met­in eft­ir horn­spyrnu. Á loka­mín­útu fyrri hálfleiks komst svo Val­ur yfir með sjálfs­marki, aft­ur […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.