Langvíuegg eru fjölbreytileg að lit

Engin fugl í heiminum er með jafn margbreytilegum litum og litamynstrum á eggjum sínum og svartfugl. Sum eggin eru blágræn að grunnlit, hvít, ljósblá, græn, eða rjómagul. Mynsturblettir og rákir geta verið rauðleit eða brún, svart, grásvart, ólivíugrænt og purpurarauðar doppur og taumar.

Engir tveir svartfuglar verpa alveg eins eggjum að lit og mynstri, en sami kvenfugl þessarar tegundar verpa alltaf eggi með sama mynstri ár eftir ár. Talið er að langvían þekki sitt egg á litamynstrinu. Egg langvíunnar eru perulaga svo þau velti síður fram af þröngum bjargsillunum. Á sillunum getur verið ys og þys meðan á varpinu stendur.

Hjónin Ágústa Friðriksdóttir og Kristján Egilsson eru að steypa eftirlíkingar af langvíueggjum, sem þau handmála í þeim litum sem algengir eru hjá langvíunni. Eggin eru til sölu hjá þeim ásamt fallegum útskornum eggjastandi. Hægt er að hafa samband við þau á facebook og/eða email opall@simnet.is.

SeaLifeTrust
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið