Kristófer Tjörvi valinn í unglingalandslið Íslands í golfi

Kristófer Tjörvi Einarsson

Greg­or Brodie, af­reks­stjóri Golf­sam­bands Íslands, og Ólaf­ur Björn Lofts­son, aðstoðara­freks­stjóri, hafa til­kynnt hvaða leik­menn skipa landslið Íslands sem tek­ur þátt á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í liðakeppni sem fram fer í Svíþjóð, á Ítal­íu, í Frakklandi og á Spáni í júlí.

Alls völdu þeir leik­menn í fjög­ur landslið sem taka þátt fyr­ir Íslands hönd á EM en öll fjög­ur landsliðin eru skipuð áhuga­kylf­ing­um og munu öll liðin keppa í efstu deild. Öll fjög­ur mót­in fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí en karla­landsliðið kepp­ir á Lj­ung­husen-vell­in­um í Svíþjóð, kvenna­landsliðið á Molas-vell­in­um á Ítal­íu, pilta­landsliðið á Chan­tilly-vell­in­um í Frakklandi og stúlkna­landsliðið á Para­dor-vell­in­um á Spáni.

Kristófer valinn í liðið
Kristófer Tjörvi Einarsson var valinn í unglingalandslið Íslands í golfi. Kristófer hefur æft mikið undanfarið og spilað vel á Íslandsbankamótaröðinni hér heima. Óskum við honum til hamingju með árangurinn, segir í tilkynningu frá golfklúbbi Vestmannaeyja.

EF – atvinna
Húsasmiðjan – almenn auglýsing
VEY100 – Afmælisrit

Mest lesið