Til­laga til þings­álykt­un­ar um að flýta óháðri út­tekt á Land­eyja­höfn, sem all­ir þing­menn Suður­kjör­æm­is fluttu, fékk ekki af­greiðslu fyr­ir þing­frest­un. Til­lag­an var lögð fram á Alþingi í maí sl. Til­lög­unni var vísað til meðferðar hjá um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins, þar sem hún sofnaði svefn­in­um langa.

Vildu þing­menn­irn­ir að Alþingi fæli sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra að láta nú þegar hefja óháða út­tekt á Land­eyja­höfn.

Í grein­ar­gerð seg­ir að ástandið í Land­eyja­höfn sé hvorki boðlegt íbú­um Vest­manna­eyja né öðrum sem treysta þurfa á greiðar sam­göng­ur milli lands og Eyja, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.