Strákarnir dottnir úr bikarnum

ÍBV er úr leik í Mjólk­ur­bik­arkeppni karla í knatt­spyrnu eft­ir tap gegn Víking Reykjavík á Há­steinsvelli í Vest­manna­eyj­um í dag í átta liða úr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar ÍBV voru í hálfleik að vinna með tveimur mörkum en það var Guðmund­ur Magnús­son sem kom Eyja­mönn­um yfir strax á 13. mín­útu með lag­legu skoti úr teign­um. Guðmund­ur var aft­ur á ferðinni á 32. mín­útu þegar hann skallaði boltann í netið eft­ir horn­spyrnu.

Sölvi Geir Ottesen minnkaði mun­inn fyr­ir Vík­inga á 57. mín­útu og Ni­kolaj Han­sen jafnaði met­in á 80. mín­útu með marki úr víta­spyrnu. Það var svo Erl­ing­ur Agn­ars­son sem skaut Vík­ing­um í undanúr­slit með marki á 84. mín­útu og kom þeim þar með í undanúrslit.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið