Hægt er að fylgjast með vegferð systrana á Instagram.


Núna er vika síðan Litla hvít og Litla grá komu til Íslands. Eftir 19 klukkutíma ferðalag komust þær alla leið til Vestmannaeyja. Það tók síðan talsverðan tíma að koma þeim ofan í sérútbúnu landlaugina. Í heildina litið gekk ferðalag systrana mjög vel.

Þær voru mjög þreyttar eftir ferðalagið eins og gefur að skilja en dafna vel í nýjum heimkynnum sínum í gestastofu Sea life trust í Vestmannaeyjum, en þar verða þær í að minnsta kosti 40 daga, áður en þær fara út í Klettsvík.

Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði en þær fá blöndu af síld og loðnu og borða þær um 30 kíló á dag. Hérna fyrir neðan má sjá myndband af þeim fá eina slíka máltíð.


 

View this post on Instagram

 

A post shared by Beluga Whale Sanctuary (@belugawhalesanctuary) on