Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda á morgun, en hægt er að lesa blaðið á netinu hérna.

Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði og er blaðið að sjálfsögðu tileinkað Goslokunum. Það var þann 3. júlí 1973 þegar Almannavarnanefnd tilkynnti að gosinu væri lokið að mati vísindamanna. Þessara tímamóta minnast Eyjamenn í dag. Þó eyðileggingin væri mikil var margt að þakka því allir sem bjuggu í Eyjum þegar byrjaði að gjósa komust heilir upp á land á skipum og bátum. Í goslok tók við mikið uppbyggingarstarf sem hefur skilað okkur nútíma sveitarfélagi í fremstu röð. Þess minnumst við um helgina ásamt því að Vestmannaeyjabær fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli á árinu.

Í þessu tölublaði rifjum við upp gosnóttina og förum vel yfir dagskrá helgarinnar. Við tökum spjall við skipstjóran á Herjólfi, heyrum í Laufey Jörgensdóttur sem hefur tekið saman öll þjóðhátíðarlögin frá upphafi og sett saman í bók. Þórdís Borgþórsdóttir er í opnuviðtali hjá okkur og fer yfir farin veg með okkur. Matgæðingurinn okkar er á sínum stað og svo margt fleira.