Viðbótarmiðar á seinni tónleikana og enn nóg af miðum á fyrri tónleikana

Áhugi á stórtónleikunum í boði Vestmannaeyjabæjar á föstudagskvöldið hefur farið fram úr björtustu vonum. Sérstaklega á tónleikana kl. 21.00 og er svo komið að allir miðar sem farnir voru í dreifingu eru búnir þrátt fyrir að bætt hafi verið við miðum. Vegna ásóknar hefur afmælisnefndin ákveðið að setja alla miðana á seinni tónleikana í dreifingu. Hægt verður […]
Stórtónleikar undirbúnir
Á föstudaginn næstkomandi verða haldnir sannkallaðir stórtónleikar í Íþróttamiðstöðinni. En tónleikarnir eru liður í dagskrá Goslokahátíðar sem og 100 ára afmælis Vestmannaeyjakaupstaðar. Fram koma á tónleikunum Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti […]
Goslokaútvarpið í loftið á morgun
Útsendingar hefjast hjá Goslokaútvarpinu á morgun, fimmtudag. Þú getur hlustað hér í spilaranum hér fyrir neðan á síðunni eða í gegnum “Spilarinn”. Hægt er að hlusta á “Spilarann” í nánast hvaða snjalltæki sem er. Á spilarinn.is eða sótt smáforritið “Spilarinn” í annað hvort “App Store” eða “Play Store”. Einnig er útsendingin aðgengileg í Eyjum á FM 104,7. Nánari upplýsingar […]