Afmælishátíð á Skansinum

Á morgun, föstudag, hefst dagskrá á Skanssvæðinu með sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni kl. 15:30. Sýningin tekur um eina klst. Í framhaldi af henni, eða kl. 16:30, hefst afmælishátíðin þar sem eftirfarandi flytja stutt ávörp: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóra, Arnar Sigurmundsson f.h. afmælisnefndar og Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur. Lúðrasveit Vestmannaeyja, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar sjá um tónlistarflutning. Krakkar úr Cirkus Flik Flak sýna listir sínar meðan á hátíðinni stendur. Áætlað er að dagskrá á Skansinum ljúki um kl. 17:30.

Fólk er hvatt til að leggja ökutækjum á hafnarsvæðinu norðan Strandvegar og ganga yfir á Skanssvæðið. Fyrir þá sem eiga erfitt með gang verður boðið upp á rútuferð á Skanssvæðið frá malarplaninu milli FES og Fiskiðjunnar kl. 16:15 og aftur til baka eftir hátíðina kl. 17:30.

Fyrri tónleikar í tilefni 100 ára afmælisins hefjast svo kl. 18 og þeir seinni kl. 21.

Minnt er á að Landlyst og Stafkirkjan eru opin alla daga kl. 10:00-17:00 og er aðgangur ókeypis.

Vestmannaeyingar og gestir eru hvattir til að mæta á Skanssvæðið, njóta hátíðarinnar, náttúruperlunnar og sólarblíðunnar sem búið er að lofa.

Jólafylkir 2019