Leikhópurinn Lotta á skansinum

Vakin er athygli á sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni á morgun, föstudaginn 5. júlí, kl. 15:30 á Skanssvæðinu. Sýningin er í boði Ísfélagsins. Um er að ræða frábæra leiksýningu sem hefur notið vinsælda um land allt.

Sýningin verður á Skanssvæðinu og í beinu framhaldi hefst 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á svæðinu. Tónlist, Cirkus Flik Flak og sala varnings. Það er því nóg um að vera fyrir börn jafnt sem fullorðna.

Þar sem takmörkuð bílastæði eru við Skanssvæðið er fólki bent á að leggja við FES og ganga meðfram húsunum yfir á Skanssvæðið.

EF – atvinna
Húsasmiðjan – almenn auglýsing
VEY100 – Afmælisrit

Mest lesið