Sam­göngu­stofa hef­ur gefið út farþega­leyfi fyr­ir nýja Herjólf. Það nær til sigl­inga milli Vest­manna­eyja og Land­eyja­hafn­ar eða Þor­láks­hafn­ar. Ein­hverj­ir dag­ar eru þar til ferj­an hef­ur áætl­un­ar­ferðir, að sögn Guðbjarts Ell­erts Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Herjólfs ohf.

Hann seg­ir að lag­færa þurfi ekju­brýr. Gera þarf minni hátt­ar breyt­ing­ar í Land­eyja­höfn og Þor­láks­höfn og ör­lítið meiri breyt­ingu í Vest­manna­eyj­um þar sem lengja þarf ekju­brúna. Einnig þarf að aðlaga farþega­brýr. Þá þarf að prófa að aka inn í ferj­una háum öku­tækj­um, t.d. drátt­ar­bíl­um með gáma, við mis­mun­andi sjáv­ar­stöðu. Gera á fyrstu pruf­una í dag. Unnið er að því að gera skipið klárt til að taka á móti farþegum og þjón­usta þá.

Ekki er búið að setja upp raf­hleðslu­búnað fyr­ir skipið í Vest­manna­eyja­höfn. Hluti búnaðar­ins er kom­inn til lands­ins og annað er á leiðinni. Guðbjart­ur ger­ir ráð fyr­ir að upp­setn­ing og teng­ing búnaðar­ins verði fljót­lega boðin út og að verklok verði í sept­em­ber. Ferj­an mun því keyra á raf­magni frá ljósa­vél­um til að byrja með.

Farþega­leyfið heim­il­ar að nýja ferj­an flytji allt að 540 farþega í hverri ferð milli Land­eyja­hafn­ar og Vest­manna­eyja yfir sum­arið. Sá Herjólf­ur sem nú er í notk­un má flytja mest 517 farþega á sömu leið og sama tíma. Þetta er því aukn­ing um 23 farþega í hverri ferð. Nýja ferj­an má flytja allt að 400 farþega þegar siglt er í Þor­láks­höfn að vetri. Eldri ferj­an má ekki flytja nema 288 farþega til og frá Þor­láks­höfn að vetri.

Mbl.is greindi frá