Í kvöld klukkan 20.30 verða Eyjakonurnar, Silja Elsabet Brynjarsdóttir óperusöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanónleikari með tónleika í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni sem þær kalla, Oddgeir og óperur.

 

„Það er sjálf Töfraflautan eftir Mozart þar sem ég syng Þriðju dömu. Ég hlakka mikið til og það sama á við um tónleikana á fimmtudaginn. Ég var svo heppin að fá Helgu Bryndísi í lið með mér. Hún er ekki bara frábær undirleikari, heldur líka frábær manneskja,“ sagði Silja Elsabet.

Fyrir hlé syngur Silja Elsabet óperuaríur sem hún heldur mikið upp á. „Allt lög sem ég heillaðist af við fyrstu hlustun. Langar mig til að leyfa Vestmannaeyingum að heyra þau. En engin lög hafa haft eins mikil áhrif á mig og Oddgeirslögin og það hefur lengi verið draumurinn að halda tónleika með lögunum hans. Nú fær Eyjafólk og gestir tækifæri til að fá smjörþefinn af því. Helga Bryndís er dásamlegur undirleikari og Eyjakona eins og ég og Oddgeirslögin snerta okkur báðar. Því ætlum við að koma til skila og ég veit að það tekst,“ sagði Silja Elsabet sem líka kemur fram á stóru tónleikunum á föstudagskvöldið.