Gíslína sýnir í Safnaðarheimilinu – Mitt á milli

Gíslína Dögg Bjarkadóttir, myndlistarkona tók stóra ákvörðun í vetur þegar hún ákvað að helga sig listinni eingöngu.  Um leið sýndi Gíslína að hún er ekki kona einhöm því áður hafði hún breytt úr hefðbundna málverkinu yfir í grafík en viðfangsefnið er það sama, konan sem hefur verið áberandi í verkum hennar og myndir þar sem […]

Ringo, Bowie, Davíð Oddsson og fagrar eyjar

Í dag klukkan 17.30 opna Hulda Hákon og Jón Óskar sýningu í Einarsstofu sem þau kalla fjallið eina. Það er ekki í fyrsta skipti sem þau listahjón slá saman en verkin eru eins ólík og þau eru mörg. Og þær eru margar persónurnar og náttúrumyndirnar sem birtast í myndum þeirra. Þar koma m.a. við sögu […]

Ringo, Bowie, Davíð Oddsson og fagrar eyjar

Í dag klukkan 17.30 opna Hulda Hákon og Jón Óskar sýningu í Einarsstofu sem þau kalla fjallið eina. Það er ekki í fyrsta skipti sem þau listahjón slá saman en verkin eru eins ólík og þau eru mörg.  Og þær eru margar persónurnar og náttúrumyndirnar sem birtast í myndum þeirra. Þar koma m.a. við sögu […]

Hraðskákmót TV á laugardaginn

Taflfélag Vestmannaeyja heldur hraðskákmót í skákheimilinu að Heiðarvegi 9  laugardaginn 6. júlí nk. Mótið stendur frá kl. 11.00 -13.00 . Umhugsunartími á skákinu   5 mín. + 3 sek. á hvern leik, en þessi tími er algengur á hraðskákmótum.   Öllum heimil þátttaka. (meira…)

Tölur toguðu í snyrtifræðinginn

Hana langaði alltaf til að læra snyrtifræði og lét það eftir sér. Fagið varð hins vegar ekki að brauðstriti því snyrtifræðingurinn er heillaður af tölum og hefur alltaf verið. Lovísa Inga Ágústsdóttir fær útrás með tölurnar í snyrtilegu bókhaldi á fjárreiðudeild Vinnslustöðvarinnar. „Ég elska tölur og að vinna með þær, því það er bara eitthvað […]

Nýr Herjólf­ur flyt­ur fleiri farþega

Sam­göngu­stofa hef­ur gefið út farþega­leyfi fyr­ir nýja Herjólf. Það nær til sigl­inga milli Vest­manna­eyja og Land­eyja­hafn­ar eða Þor­láks­hafn­ar. Ein­hverj­ir dag­ar eru þar til ferj­an hef­ur áætl­un­ar­ferðir, að sögn Guðbjarts Ell­erts Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Herjólfs ohf. Hann seg­ir að lag­færa þurfi ekju­brýr. Gera þarf minni hátt­ar breyt­ing­ar í Land­eyja­höfn og Þor­láks­höfn og ör­lítið meiri breyt­ingu í Vest­manna­eyj­um […]

Tolli sýnir í flugstöðinni

Fimmtudaginn 4. Júlí verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Boðið verður upp á léttar veitingar þann 4 júlí frá 16-18:30 Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og Tolla. Sýningin hefur ferðast um landið síðan fyrsta sýningin var opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum í september í fyrra. Auk Egilsstaða og nú Vestmannaeyja hefur […]

Eyjakonurnar Silja Elsabet og Helga Bryndís í Hvítasunnukirkjunni

Í kvöld kl. 20.30 verða Eyjakonurnar, Silja Elsabet Brynjarsdóttir óperusöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanónleikari með tónleika í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni sem þær kalla, Oddgeir og óperur. Silja Elsabet, mezzosópran hlaut sína grunn tónlistarmenntun í Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Eftir stúdentspróf hóf Silja nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk áttunda stigi árið 2015. Síðastliðin fjögur ár […]

Hátíð í bæ – Goslokahátíðin hefst í dag

Í dag hefst dagskrá Goslokahátíðar með opnun myndlistarsýningar í flugstöðinni kl. 16.00. Hver viðburðurinn rekur svo hvern annan fram eftir kvöldi. Svona lítur dagskrá dagsins út: Goslokahátíð 2019 – Dagskrá fimmtudags Fimmtudagur 4. júlí Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu. Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson opnar myndlistarsýninguna „Sigurfinnur 75 ára, 75 myndir“. Tónlistaratriði Sveinbjörns Grétarssonar […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.