Goslokahátíð: Sunnudagur – myndir

Í gær lauk Goslokahátíð Vestmannaeyja en þétt og mikil dagskrá var alla helgina. Dagskrá dagsins í gær hófst í Landakirkju en fjöldi fólks kom þar saman til þess að taka þátt í göngumessu. Seinna um daginn var sirkus í Íþróttahúsinu fyrir börn og unglinga og í Sagnheimum var Tyrkjaránið til umræðu. Dagskráin kláraðist svo í […]
Setning Goslokahátíðar – myndband

Á föstudaginn síðastliðinn var Goslokahátíðin formlega sett í blíðskaparveðri á Skansinum. Dagskráin var einnig tileinkuð 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Arnar Sigurmundsson f.h. afmælisnefndar og Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur, ávörpuðu viðstadda. Þá léku Lúðrasveit Vestmannaeyja, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar […]
Goslokahátíð: Laugardagur – myndir

Dagskrá laugardags Goslokahátíðar var þétt skipuð líkt og öll helgin. Þátttakendur í Volcano open rifu sig eldsnemma á fætur og héldu áfram leik sínum hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Stuttu síðar bauð Óli Týr fólki með sér í göngu upp á Heimaklett. Um það leyti er niður var komið opnaði Kristinn Pálsson sýningu sína „Gakktí bæinn” í […]
Afmælishátíð bæjarins

Bæjarbúar og gestir þeirra flyktust í sólinni niður á Skanssvæðið á föstudaginn. Fyrst á dagskrá þar var leikhópurinn Lotta sem hélt leiksýningu í boði Ísfélagsins. Því næst tók við setning Goslokahátíðar og afmælishátíð bæjarins með stuttum ávörpum og tónlistaratriði. Um kvöldið var svo bæjarbúum boðið til glæsilegrar tónlistarveislu í Íþróttahúsinu sem breytt var í tónleikahöll […]
Húsfyllir á frábærum tónleikum
Það var góð stemning í Íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var uppá tónleika af stærri gerðinni síðastliðinn föstudag. Fyrri tónleikarnir voru fjölskyldutónleikar en þeir síðari fyrir 18 ára og eldri. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar. Óhætt er að segja að landslið tónlistarmanna hafi komið fram á tónleikunum og öll umgjörð var eins […]