Eyjahjartað: “Konurnar í kringum mig”
Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. En Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána. Halldór B. Halldórsson var að sjálfsögðu á staðnum og tók herlegheitin upp. […]
Eyjamenn mega nú kíkja við og sjá systurnar á ákveðnum tímum dags

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum sínum eftir langt og strangt ferðalag frá Kína. Umönnunaraðilar systrana segja þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið hefur verið að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í á ákveðnum tímum yfir daginn fyrir gesti til þess að […]
Nýtt merki Þjóðhátíðar

Hönnun Gunnars Júlíussonar var valin af þjóhátíðarnefnd sem merki Þjóðhátíðar í tilefni þess að 145 ár eru frá fyrstu hátíðinni. Gunnar Júlíusson er betur þekktur sem Gunni Júll er eyjapeyji sem þekkir hvað hátíðin stendur fyrir en hann átti einnig hátíðarmerkið fyrir hátíðina 2014. Fyrr á þessu ári auglýsti Þjóðhátíðarnefnd eftir hugyndum að nýju merki og vill nefndin þakka […]
Ætla að klára þjálfaramálin fyrir næsta leik

ÍBV stefnir á að ganga frá þjálfararáðningu fyrir leik liðsins gegn FH á laugardaginn. Pedro Hipolito var rekinn eftir tap gegn Stjörnunni um þarsíðustu helgi og Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn KR um síðustu helgi. „Þetta verður klárað núna í vikunni. Þetta er í vinnslu og verður klárt fyrir næsta leik,” sagði […]
Áfram verði tjaldað í Áshamrinum á komandi Þjóðhátíð

Á 308. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær 8. júlí lagði starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð fram tillögur sínar. Í starfshópinn voru skipuð Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa. Starfshópi var falið að koma með tillögur að framtíðar tjaldsvæði í […]
Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma. Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti. Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög […]
Sjö tinda gangan er á laugardaginn

Hin árlega sjö tinda ganga verður farin næstkomandi laugardag og hefst gangan klukkan 9:30. við Klaufina. Gengið verður hringinn í kringum Stórhöfða þar næst upp á Sæfell, Helgafell, Eldfell, Heimaklett, upp á Hána yfir Molda, eggjarnar og niður Dalfjall. Aðgangseyrir í gönguna er 2500 krónur og mun allur ágóði renna til Krabbvarnar í Vestmannaeyjum. Veðurspáin […]
Til hamingju með helgina!
Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma. Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti. Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög […]
Nýja Vestmannaey stóðst prófanir

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. Hinn 5. júlí fóru síðan fram veiðarfæraprófanir en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður. Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi […]
Um 50 viðburðir á fjórum dögum

Það var mikil og fjölbreytt dagskrá á Goslokahátíð og 100 ára afmælisveilsu Vestmannaeyjabæjar. Einn af skipuleggjendum hátíðarhaldanna er Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss. Eyjar.net ræddi við Kára um hvernig til tókst. Svísusundið tekið aftur í notkun, tvímælalaust eitthvað sem er komið til að vera Aðspurður um hvort hann sé ánægður með hvernig til tókst segir Kári: […]