Áfram verði tjaldað í Áshamrinum á komandi Þjóðhátíð

Tjaldbúar á Þjóðhátíð

Á 308. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær 8. júlí lagði starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð fram tillögur sínar.

Í starfshópinn voru skipuð Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa.
Starfshópi var falið að koma með tillögur að framtíðar tjaldsvæði í tengslum við tjöldun á Þjóðhátíð. Starfshópur hefur fundað átta sinnum og leggur nú tillögur fram sem kemur til með að taka við af tjaldsvæði sem undanfarin ár hefur verið staðsett á byggingarlóðum í Áshamri.

Starfshópur leggur fram eftirfarandi tillögur fyrir Umhverfis- og skipulagsráð:

Framtíðarsvæði 2020
Golfvöllur – Viðræður um framtíðarskipan mun fara í gang á milli Vestmannaeyjabæjar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Unnið verður í samvinnu við Golfklúbb Vestmannaeyja og aðra hagsmunaaðila.

Bráðabirgðasvæði 2019
a) Áshamar – Bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 – Fyrsti valkostur. Auknar kröfur eru gerðar á rekstraraðila varðandi gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu. Sömu kröfur er gerðar fyrir svæðið og gilda á almennum tjaldsvæðum er varðar hávaða. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð og þurfa gestir því að vera með armband á hátíðina.

b) Þórsvöllur – Bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 – Seinni valkostur. Auknar kröfur eru gerðar á rekstraraðila varðandi gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu. Sömu kröfur er gerðar fyrir svæðið og gilda á almennum tjaldsvæðum er varðar hávaða. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð og þurfa gestir á svæðinu því að vera með armband á hátíðina.

Niðurstaða ráðsins varð sú að sammþykkja að bráðabirgðalausn fyrir tjöldun á Þjóðhátíð 2019 verði á Áshamarssvæði þar sem tjöldun hefur verið undanfarin ár.
„Mikilvægt er að ríkari kröfur verði gerðar á rekstraraðila tjaldsvæða hvað varðar gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu eins og fram kemur í tillögum hópsins.
Vestmannaeyjabær mun áfram vinna að framtíðar tjaldsvæði fyrir þjóðhátíð með hagsmunaaðilum. Mikilvægt er að vanda vinnubrögð að framtíðarskipulagi tjaldsvæða og að unnið sé í sátt við íbúa og aðra hagsmunaaðila.”

Mest lesið