Eyjamenn mega nú kíkja við og sjá systurnar á ákveðnum tímum dags

Ljós­mynd​/ SeaLifeTrust-Beluga Whale Sanctu­ary.

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum sínum eftir langt og strangt ferðalag frá Kína. Umönnunaraðilar systrana segja þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig.

Ákveðið hefur verið að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í á ákveðnum tímum yfir daginn fyrir gesti til þess að sjá nýjustu íbúa Vestmannaeyja. Heimsóknirnar verða vel vaktaðar af starfsmönnum Sea life trust svo það sé ekkert sem trufli systurnar í sínum daglegu athöfnum.

Vestmannaeyingar með árskort í Sea life trust geta kíkt við og séð systurnar frá klukkan 17 til 18 frá miðvikudegi til föstudags þessa vikuna. Gestir þurfa að athuga það að systurnar eru ekki sýningardýr heldur er þetta umönnunarlaug og velferð systrana er alltaf í forgangi. Ekki er í boði að taka myndir eða myndbönd í gestastofunni.

SeaLifeTrust

 

 

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið