Andri og Jeffsy stýra ÍBV út tímabilið

Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik. Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við […]
Stefnt að því að nýja ferjan sigli á fimmtudag

Stefnt er að því að siglingar hefjist á nýju ferjunni fimmtudaginn 18. Júlí n.k. Nú liggur fyrir að nýja ferjan getur farið að hefja siglingar samkvæmt siglingaáætlun félagsins. Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Frágangur miðar að því að báðar ferjurnar geti silgt á hafnirnar, lestað og losað farartæki. Næstu daga […]
Fyrstu pysjurnar í kringum Þjóðhátíð?

Svo virðist sem lundavarp sé með eindæmum gott þetta árið og óvenju snemma á ferðinni ef marka má rannsóknir Erps Snæs Hansens forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. „Lundinn í Eyjum var að verpa uppúr 10. maí í ár sem er töluvert fyrr en undanfarin ár, í byrjun júní, og meira að segja þó nokkuð í fyrra fallinu […]
Hvítu tjöldin í Herjólfsdal – skipulag

Eins og í fyrra þarf að sækja þarf um “lóð” fyrir hvítu tjöldin inná á www.dalurinn.is. Skrá sig þar inn og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Opnað verður fyrir skráningu 16. júlí. Mikilvægt er að allir reitir sé fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður […]
Breyting á framkvæmdaáætlun í Landeyjahöfn

Vegagerðin hefur ákveðið að fresta breytingu á hafnarmynni Landeyjahafnar til næsta sumars. Til stóð að útbúa plön fyrir dælukrana á endum hafnargarðanna á grjótfylltum stáltunnum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hefja átti dælingu síðla árs 2020 með nýjum dælubúnaði, sem keyptur hefur verið til landsins og er áfram miðað við að svo geti orðið. Dælubúnaðurinn […]
180 manns sáu systurnar í gær

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum og segja umönnunaraðilar þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið var að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í fyrir gesti til þess að sjá nýjustu íbúa Vestmannaeyja. Heimsóknirnar verða vel vaktaðar af starfsmönnum Sea life trust svo […]
Eyjahjartað í Einarsstofu
Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána. Fyrir þá sem ekki komust var á staðnum Halldór B. Halldórsson og tók hann dagskrána […]