Sumarmorgunn í Herjólfdal

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Ólafur F. Magnússon.

Ólafur F. Magnússon hefur gefið út nýtt lag við ljóð langafa síns, Magnús Jónsson á Sólvangi. söngkona sem einnig er ættuð frá Vestmannaeyjum syngur langið. Með laginu sagðist Ólafur vera heiðra minningu langafa síns.

„Sumarmorgunn í Herjólfdal er ljóð eftir langafa minn, Magnús Jónsson á Sólvangi. Ég kynntist ljóðinu ekki fyrr en á ættarmóti Sólvangsættar (afkomenda Magnúsar og konu hans Hildar Ólafsdóttur (1882-1917)). Þá var gefin út bókin „Þegar gullið er hreint,“ með ævibrotum og ljóðum Magnúsar, sem ekki höfðu varðveist nógu vel fram að þeim tíma, þar sem hann orti undir nafninu Hallfreður.Magnús Jónsson var störfum hlaðinn alla ævi. Hann flutti með barnmarga fjölskyldu sína frá Seyðisfirði til Vestmannaeyja, árið 1915, og bjó fyrst í Túnsbergi, en árið 1920 reisti hann húsið Sólvang við Kirkjuveg, sem því miður féll vegna termítaskemmda fyrir fáeinum árum.

Auk sjómennsku stundaði Magnús ritstörf, en hann gaf úr Vikublaðið Víði í Eyjum, frá því sonur hans, afi minn og alnafni, Ólafur Magnússon, féll frá 27 ára gamall. árið 1930.
Vikublaðið Víðir kom út í Eyjum frá 1928 og fyrir andlát Magnúsar, árið 1946, var blaðið selt Einari Sigurðssyni útgerðamanni í Eyjum, sem oft er nefndur Einar ríki.

SeaLifeTrust

Víðir varð síðar að Fylki, málgagni sjálfstæðismanna í Eyjum. Þó er sá munur á Víði og flokksmálgögnum, að allir Eyjamenn máttu skrifa í Víði, þó að skrif Páls Kolka og séra Jes Gísasonar hafi sett mestan svip á blaðið, auk ritstjórnar Magnúsar á Sólvangi.
Það ljóð, sem birtist í lagi mínu, Sumarmorgunn í Herjólfsdal, birtist fyrst í Víði, 7. ágúst 1941 í tilefni Þjóðhátíðar. Víst má þó telja að ljóðið sé ort fyrr, því að Magnús samdi gjarnan Þjóðhátíðarljóð Eyjamanna, áður en Oddgeir Kristjánsson fór að semja Þjóðhátíðarlög við ljóð Árna úr Eyjum, árið 1933.

Magnús, afi minn samdi einmitt Þjóðhátíðarljóð Vestmannaeyja, árið 1932, sem ber nafnið Heimaey, en ég samdi við það samnefnt lag, sem ég frumflutti á Goslokahátíð, 7. júlí 2017, á tónleikum með Gunnari Þórðarsyni í Landakirkju. Það lag kom út á youtube með myndum frá Eyjum teknum 7. júlí 2017.

Ég er auðvitað að heiðra minningu langafa míns, með því að gefa út lög mín við ljóð hans og hef mikla ást á Eyjum og Eyjamönnum, vegferð þeirra og sögu. Um það ber vitni lag mitt, Við Ræningjatanga, sem einnig má sjá á youtube og er tekið upp í Eyjum 7. júlí 2017. Þetta lag mitt og ljóð er að sjálfsögðu um Tyrkjaránið í júlí 1627, sem íslensk æska þekkir nánast ekkert til, nema þá börnin í Eyjum, sem heiðra fórnarlömb Tyrkjaránsins reglulega.
Það er tónmeistari minn, Vilhjálmur Guðjónsson, sem semur lagið, Sumarmorgunn í Herjólfsdal, með mér. Auk þess að vera meðhöfundur lagsins, útsetur hann og leikur tónlistina og hljóðritar hana. Sjálft lagið varð þó að sjálfsögðu fyrst til í hug mér og hjarta við að lesa ljóð Magnúsar, langafa mín á Sólvangi.

Söngkennatri minn, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, sem er alin upp í húsi langafa míns á Sólvangi, syngur lagið með sinni þýðu og fallegu rödd. Þannig er mikill Sólvangsandi í laginu, frá okkur sem erum af Sólvangsætt og þeim, sem þar hafa búið.

Friðrik Grétarsson hefur séð um myndvinnslu á öllum lögum mínum, sem birst hafa á youtube (22 talsins). Myndbandið við lagið, Sumarmorgunn í Herjólfsdal, var tekið upp með tækni græna tjaldsins („green screen“) á bænum auðsholti í Ölfusi, 5. júní á þessu sumri. Síðan hefur Friðrik, kvikmyndatökumaður minn, bætt inn á frumupptökurnar fallegum landslags- og Þjóðhátíðarmyndskotum,“ sagði Ólafur um hið nýútgefna lag.

Hér fer á eftir Þjóðhátíðarljóðið,

Sumarmorgunn í Herjólfsdal.

Hér er lífið svo hlýtt.
Ó, hve landið er frítt,
er hið litauðga skraut,
sem við auganu hlær,
faðmar ljósríkust sól,
eins um lautu og hól,
og er líður um byggðina
kyrrlátur blær.

Nú er glatt inni í Dal.
Það er glymur í sal,
því að gulllúður þeytir
í hamrinum dís.
Það er fagurt að sjá,
eins og fagni hvert strá,
þegar fuglinn með söngvum
úr berginu rís.

Ofan háfjallsins brún,
niður hlíðar og tún
upp um hamrana bröttu
í fuglanna ból,
yfir hraun yfir bæ,
út um hyldjúpan sæ
líður himneskur ylur
frá geislandi sól.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið