Það hafa komið góðir kafl­ar

Mynd/ Óskar Pétur Friðriksson

Skip­um er að fjölga á mak­rílmiðunum suður af Vest­manna­eyj­um þessa dag­ana. Dagamun­ur er á veiðinni, góður afli hef­ur feng­ist suma daga en slak­ur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu. Hug­inn VE fór fyrst­ur til mak­ríl­veiða á miðunum suður af Eyj­um, fyr­ir um hálf­um mánuði, og skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar Kap VE og Ísleif­ur VE, hafa einnig stundað veiðarn­ar. Upp­sjáv­ar­frysti­hús Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um hef­ur verið starf­andi frá 1. júlí og unnið afla af þess­um þrem­ur skip­um.

„Þetta hef­ur gengið vel. Veiðin hef­ur verið upp og ofan, ræðst mikið af veðrinu. Það hafa komið góðir kafl­ar. Mak­ríll­inn virðist vera að tín­ast inn á svæðið,“ seg­ir Sindri Viðars­son, yf­ir­maður upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar í samtali við mbl.is

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið