Batn­andi ástand og vaðandi mak­ríll

Pakkað makríl í Vinnslustöðinni í fyrra

„Al­mennt talað fer ástand sjáv­ar suður af land­inu batn­andi,“ sagði Héðinn Valdi­mars­son, sviðsstjóri um­hverf­is­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, um helstu niður­stöður vor­leiðang­urs stofn­un­ar­inn­ar 2019 við mbl.is

Hlý­sjór­inn sunn­an og vest­an við landið hef­ur hlýnað. Selta sjáv­ar á þess­um slóðum er enn tals­vert und­ir meðallagi líkt og síðustu fjög­ur ár. Hiti og selta sjáv­ar fyr­ir norðan land mæld­ust nú yfir meðallagi.

Mak­ríll var kom­inn upp að landi við Kefla­vík á föstu­dag­inn var, að sögn Þor­steins Sig­urðsson­ar, sviðsstjóra upp­sjáv­ar­líf­rík­is hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. „Ég fékk hring­ingu um leið og þar sást vaðandi mak­ríll,“ sagði Þor­steinn. Hann sagði að út­litið nú væri svipað og síðustu ár. Mak­ríl­veiðar eru hafn­ar við Vest­manna­eyj­ar og Græn­lend­ing­ar eru byrjaðir að veiða vest­an við miðlín­una.

Fiskvinnslufólk vantar
Jóla smörrebrod

Mest lesið