Nýja skipið mun ekki hefja siglingar á morgun

Undanfarna daga hafa prófanir farið fram á nýju ferjunni. Megin tilgangur siglinganna milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu allar nauðsynlegar aðstæður til að hefja rekstur á nýju ferjunni.
Eftir yfirferð og rýnun í alla þætti hefur verið ákveðið að fresta innsetningu nýju ferjunnar í rekstur en vonir voru bundnar við að hefja rekstur á morgun, fimmtudaginn 18. júlí. Af því verður því miður ekki. Munu aðilar gefa sér tíma fram yfir helgi og má vænta frekari upplýsinga í kjölfarið, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Jólafylkir 2019

Mest lesið