Næstkomandi sunnudag kl. 13:00 munu Hvítasunnukirkjan og Landakirkja hafa sameiginlega og samkirkjulega Guðsþjónustu í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar. Af þeim sökum verður engin Guðsþjónusta í Landakirkju þann daginn.

Hugmyndin er að hafa samkomu í hvítasunnukirkjunni núna á sunnudag þar sem prestar, tónlistarfólk og söfnuðir beggja kirkna sameinast í samkirkjulegri samkomu og gleðjast í trúnni með trúsystkinum sínum. Stefnt er að annarri sameiginlegri Guðsþjónustu í Landakirkju þann 25. ágúst.

Tilgangurinn er að gleðjast í trúnni með trúsystkinum okkar því að þrátt fyrir mismunandi skráningu, form eða upplifun nær kærleikur Guðs til allra.

Því viljum við bjóða alla velkomna í Hvítasunnukirkjuna næstkomandi sunnudag kl. 13:00 þar sem Guðni Hjálmarsson mun leiða og Viðar Stefánsson prédika. Tónlistarfólk beggja kirkna mun einnig taka þátt. Guðni Hjálmarsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar og Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju.