ÍBV á hraðri leið í 1. deild eftir tap gegn Fylki

ÍBV sótti Fylki heim í árbæinn í leik í Pepsi Max-deild karla  í gær.
Fylkismenn byrjuðu leikinn mun betur og uppskáru mark strax á 12. mínútu þegar Kolbeinn Aron Finnsson átti glæsilegt skot utan teigs sem rataði upp í samskeytin.
Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi sínt ágætis leik í lok og jafnvel verið sterkara liðið í enda fyrri hálfleiks, tókst Fylkismönnum að bæta við marki fyrir lok hálfleiksins. Staðan því 2-0 heimamönnum í vil í hálfleik.

ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn af ágætis krafti en náðu þó ekki mörgum skotum á markið. Krafturinn dvínaði þó þegar leið á hálfleikinn og Fylkismenn gátu leift sér að slaka á. Benjamin Prah var nálægt því að skora fyrir ÍBV á 78. mínútu þegar hann slapp einn í gegnum vörn heimamanna en Stefán Logi varði vel í markinu.
Það voru hinsvegar Fylkismenn sem náðu að skora þriðja markið eftir mistök í vörn Eyjamanna á 84. mínútu. Öruggur 3-0 sigur Fylkis því staðreynd.

Það er alveg óhætt að segja að ÍBV stefnir þráðbeint niður í 1. deild með þessu áframhaldi. Eftir þrettán leiki er aðeins kominn einn sigur, tvö jafntefli og 10 tapaðir leikir. Með aðeins fimm stig og sjö stig í næstu lið fyrir ofan sem eru Víkingur R og KA.
Aðspurður í spjalli á mbl.is sagðus Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, ekki spá mikið í því. „Ég veit ekki hvað liðin fyr­ir ofan eru með mörg stig. Við erum bara með fimm stig og á meðan við fáum ekki stig, nálg­umst við ekki neinn. Við þurf­um að fá fullt af stig­um í viðbót, en við erum ör­ugg­lega ná­lægt því að falla. Þetta er ekki töl­fræðilega búið, svo við höld­um bara áfram,” sagði Sindri Snær.

Næsti leikur ÍBV er í Grindavík næstkomandi sunnudag 28. júlí kl. 16.00.

Mest lesið