Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekin fyrir greinargerð vinnuhóps um göngustíga og gönguleiðir.

Í greinargerð er meðal annars lagt til-
– að fara í markvissa uppbyggingu á gönguleiðinni frá Herjólfsdal með Hamrinum að útsýnispalli í Stórhöfða.
-að fullgera gönguleið með Sæfellinu austur fyrir flugbraut að Helgafelli og Eldfelli.
-að ráðast í markvissa uppbyggingu á gönguleiðinni upp Dalfjallið, yfir Eggjar að útivistarsvæði við Spröngu.
Ráðið tók jákvætt undir tillögur starfshóps og fól starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna úr tillögunum og leggja fram við gerð fjárhagsáætlunar 2020.