Nýr Herjólfur mun hefja áætlunarsiglingar á morgun

Nýja Vestmannaeyjaferjan hefur siglingar síðdegis á morgun, fimmtudaginn 25. júlí. Fyrsta ferð nýs Herjólfs verður frá Vestmannaeyjum kl. 19:30. Aðstaða í Vestmannaeyjahöfn hefur nú verið bætt þannig að ferjan getur hafið siglingar á milli lands og Eyja án þess að tekin sé áhætta með skemmdir á Herjólfi. Unnið hefur verið að því að koma áætlunarsiglingum […]
Góður afli hjá Eyjunum í sumar

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa fiskað vel það sem af er sumri að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra Bergs-Hugins, dótturfélags Síldarvinnslunnar. Sérstaklega mun ýsuveiði hafa verið góð hjá skipunum. Arnar segir að stundum hafi veiðiferðirnar verið afar stuttar. „Nefna má að bæði skipin fóru út sl. fimmtudagskvöld og voru komin til löndunar fyrir hádegi […]
Nauðsynleg upprifjun

Það er eiginlega nauðsynlegt að líta aðeins til baka og rifja upp söguna áður en lengra verður haldið í umfjöllun um málefni Herjólfs ohf og aðkomu núverandi meirihluta að því starfi. Málið er umfangsmikið og því vert að skipta þessari sögulegu upprifjun í tvo kafla og kemur sá fyrri hér. Samhljómur um að koma forræðinu […]
Lyftu sér upp í fimmta sætið eftir sigurleik

Eyjakonur unnu 3:2 sigur á Keflvíkingum í gær á Hásteinsvelli þegar liðin mættust í Pepsi Max deild kvenna. Nýr leikmaður ÍBV, Brenna Lovera, kom Eyjakonum yfir á 27. mínútu. Eyjakonur komust aftur yfir á 52. mínútu þegar Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði. Cloé Lacasse skoraði svo þriðja mark ÍBV á 79.mínútu og endaði leikurinn 3:2 fyrir ÍBV. […]
Ester skrifaði undir tveggja ár asamning

Ester Óskarsdóttir skrifaði fyrr í dag undir nýjan samning við ÍBV, en samningurinn er til tveggja ára. Það er mikill fengur fyrir ÍBV að framlengja samninginn við Ester og tryggja okkur krafta hennar áfram. Hún hefur leikið mjög vel með liðinu og verið í lykilhlutverki síðustu ár ásamt því að hafa verið einn allra besti leikmaður Olísdeildar kvenna. […]