Eyja­kon­ur unnu 3:2 sig­ur á Kefl­vík­ing­um í gær á Há­steinsvelli  þegar liðin mætt­ust í Pepsi Max deild kvenna. Nýr leikmaður ÍBV, Brenna Lovera, kom Eyja­kon­um yfir á 27. mín­útu.

Eyja­kon­ur komust aft­ur yfir á 52. mín­útu þegar Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir skoraði. Cloé Lacasse skoraði svo þriðja mark ÍBV á 79.mín­útu og endaði leikurinn 3:2 fyrir ÍBV. ÍBV fékk þar með sín fyrstu stig í fjór­um leikj­um og lyfta sér upp­ fyr­ir Kefl­vík­inga og í fimmta sætið með 12 stig.

Óþarf­lega spenn­andi í lok­in
„Ég er óend­an­lega ánægður með stór­an hluta leiks­ins,“ sagði Jón Ólaf­ur Daní­els­son, þjálf­ari ÍBV, við mbl.is eft­ir sig­ur ÍBV á Kefla­vík á Há­steinsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í fót­bolta í kvöld, leik­ur­inn endaði 3:2. „Við gerðum þetta óþarf­lega spenn­andi hér í lok­in en þetta voru væg­ast sagt sann­gjörn úr­slit, ég veit ekki hvað við brennd­um af mörg­um dauðafær­um.“

Eyja­kon­ur voru að spila mjög vel á löng­um köfl­um og þá sér­stak­lega í fyrri hálfleik en þrátt fyr­ir það var staðan 1:1 í hálfleik. „Við átt­um bara að klára þenn­an leik í fyrri hálfleik en fyrri hálfleik­ur­inn var svona svipaður eins og sum­arið hef­ur verið, þetta hef­ur verið mikið stöng­in út en sem bet­ur fer náðum við að klára þetta og tök­um það með okk­ur í næsta leik,“ sagði Jón Ólafur eftir sigurleikinn við mbl.is